18 október 2011

Tekið-til-í-ískápnum-matur

Hann þarf ekki að vera hálf jógúrtdós og gamalt brauð með sultu. Ég var að reyna að búa til eitthvað úr þeim “afgöngum” sem ég átti í ískápnum. Ég var með opna pestókrukku, kókosmjólk og sveppi sem ég vildi ekki að mundi skemmast. Þá byrjar bullið sem varð síðan bara mjög gott og ég er að hugsa um að gera þetta aftur, betur um bætt.

Hérna er uppskriftin: (birt með fyrirvara um skrítnar mælieiningar)


1 kjúklingabringa
2 msk rautt pestó
1-2 msk kókosmjólk
4 sveppir
2 hvítlauksgeirar
Salt
Pipar


Þetta er reyndar bara fyrir einn.
En ég byrjaði á því að skera kjúklingabringuna í bita og steikti svo kjúklinginn á pönnu þangað til að hann var u.þ.b að vera tilbúinn. Því næst setti ég sveppina á (búin að skera þá í sneiðar líka), smátt saxaðann hvítlaukinn, salt og pipar. Þegar sveppirnir eru klárir setti ég kókosmjólkina og pestóið út á og leyfði því að malla saman í ca. korter.

Ég get ímyndað mér að það sé gott að setja smá chillikrydd (jafnvel ferskt) og eitthvað meira grænmeti eins og minimaís og sólþurrkaða tómata.

Svona má nú láta hugmyndaflugið ráða!

-HH

Engin ummæli:

Skrifa ummæli