Ég var að flytja um daginn og var að fara í gegnum dótið mitt. Ég ákvað að fara í gegnum einn kassa sem ég er búin að geyma inn í skáp mjög lengi og safna miklu í. Ég veit ekki alveg hvað ég á að kalla þennan kassa en ég held að besta orðið yfir hann væri “minningarkassi”. Í honum geymi ég gamlar bekkjarmyndir síðan í grunnskóla, bönd af útihátíðum, bréf, lestarmiða, flugmiða, kort, viðurkenningar, gamlar dagbækur og allskonar skemmtilegt. Ég fletti í gegnum þetta með vinkonu minni og við skemmtum okkur konunglega. Það sem mér þótti þó skemmtlegast að sjá voru bréf sem litla systir mín hafi skrifað til mín þegar hún var 6/7 ára. Þannig var að ég var heima hjá mér í gelgjukasti skellandi hurðum, öskrandi á foreldra mína og systir mín og litla frænka mín voru ekki alveg nógu sáttar svo að þær tóku sig til og skrifuðu til mín bréf og settu undir hurðina mína. Ég geymdi þessi bréf og þau eru ómetanleg núna.
Mamma er líka búin að safna í barnamöppuna hennar systur minnar síðan hún varð ólétt af henni að ég held. Allt frá sónarmyndum upp í einkunnir í 7. bekk. Þarna geymir hún alla flugmiðana hennar, allar myndir síðan í leikskóla og skóla, skemmtilegar teikningar og skilaboð (sem eru skemmtilegust).
Ég legg til að þið farið að safna ykkar dóti saman í einn fallegann kassa eins og ég er búin að gera, þetta verður skemmtilegra og betra með tímanum.
شكرا لكم ... دائما موفقين ..))
SvaraEyðaumzug
umzug
umzug Wien