Ég verð að deila með ykkur uppáhalds réttinum mínum þessa dagana. Ég held að ég gæti borðað endalaust af þessu. En þetta er ekki bara sjúklega gott heldur MJÖG hollt líka! Það er mjög auðvelt að gera hann og hann er ekki dýr. Ég tek það samt fram að ég er mjög léleg í mælieiningum og geri þetta yfirleitt eftir tilfinningunni.
Það sem þarf (fyrir tvo) er:
Ein-tvær stórar sætar kartöflur
3-4 hvítlauksgeirar
Ólífuolía
2 kjúklingabringur
Brokkolí
Ab-mjólk
¼ gúrka
¼ rauð paprika

Ég byrja á að skera sætu kartöflurnar í frekar þykkar “franskar” og set þær í eldfast mót. Svo er að sulla smá ólífuolíu yfir og pressa 2 hvítlauksgeira (eða þrjá fyrir hvítlauksunnendur eins og mig) yfir og hræra svolítið í þessu, gróft salt yfir. Þær eru svo settar í ofn við 180-190 gráður (vildi að ég kunni að gera gráðumerki á þessari tölvu) og blástur. Þær þurfa að vera þar í svona 30-40 mín - fínt að stinga gaffli í þær og athuga hvort þær séu ekki orðnar mjúkar eftir þennan tíma eða jafnvel fyrr.
Þegar kartöflunar eru búnar að vera inní í ca. 20 mín þá skelli ég kjúklingnum á pönnu og krydda að vild. Ég kaupi yfirleitt 4 kjúklingabringur og set 2 í frystinn eða ískápinn og nota seinna.
Svo er að skera brokkolíhausinn, ég nota yfirleitt alveg hálfann, setja brokkolíið í pott og sjóða. Mér finnst best að hafa frekar lítið vatn í botninum og leyfa því að malla með lokið á.
Á meðan þetta er allt í gangi sker ég mjög smátt (eða pressa) 1 hvítlauksgeira, sker gúrkuna í mjög smáa bita sem og paprikuna og set í skál. Yfir það helli ég slatta af ab-mjólk með smá ólífuolíu, salti og pipar. Þetta er einskonar tzatziki nema bara með ab-mjólk í staðin fyrir gríska jógúrt og svo fannst mér gott að bæta paprikunni út í. Ég borða líka alltaf ab-mjólk í morgunmat svo ekkert fer til spillis í þessari uppskrift!
Svo er ekki verra að skella fersku salati úr garðinum hjá mömmu á diskinn. Brokkolíið verður að sjálfsögðu að neyta með smjöri og maldon salti.
Svo er bara að njóta!
mmm mmmm mmmmm...
SvaraEyðaÉg ætla að prófa þessa í kvöld!
Settu svo mynd af þessu næst þegar þú gerir, það er svo kósý að sjá útkomuna ;)
Hanna Lind Garðarsdóttir likes this.
SvaraEyðaشكرا لكم ... دائما موفقين ..))
SvaraEyðaumzug
umzug
umzug Wien