Það sem þarf fyrir 2:
500 gr ýsa ca.
1 paprika rauð
½ laukur
1 hvítlauksgeiri
½ kúrbítur (zucchini)
1 lítil dós tómatpurée
Salt & PiparRifinn ostur
1 bolli hýðishrísgrjón

Ég skolaði og sauð fyrst hrýðishrísgrjón.
Svo skar ég smátt niður papriku, hvítlauk, lauk og kúrbít. (Held að það skipti voða litlu máli hvort maður noti hvítan eða rauðan lauk) Skellti því í skál hrærði saman við ca 1 dós af tómat purée og smá vatni (sem ég hefði kannski betur sleppt). Salt & pipar en það má líka nota einhver önnur krydd.
Svo er að setja ýsubitana í eldfast mót, hella maukinu yfir og og strá rifnum ost yfir. Svo leyfa því að bíða þangað til það er ca hálftími eftir af grjónunum.
Þá setti ég fiskinn inn og hafði hann í 25-30 mín eða bara þangað til að osturinn var orðinn girnilegur.
Ég skellti líka í smá salat fyrir manninn minn sem borðar ekki hrísgrjón. Það var bara spínat, mangó, paprika og gúrka.
Ég ætlaði að taka mynd af disknum en myndavélin var batteríslaus :(
Það kom mér alveg á óvart hvað þetta var gott. En ég á eftir að bæta einhverju skemmtilegu í þetta næst eins og ferskum chilli í svona.
Ódýr, góður og hollur réttur!
